Fara í efni  

Akranesvefurinn vinsæll

Samkvæmt samræmdri vefmælingu á teljari.is (Modernus) var Akranesvefurinn annar mest lesni sveitarfélagavefur landsins í liðinni viku. Einungis vefur Reykjavíkurborgar var meira lesinn. Um 70% aukning var í heimsóknum á vefinn milli vikna og má rekja stóran hluta þeirrar aukningar til heimsókna á upplýsingasíðu írskra daga, en hátíðin var haldin um sl. helgi. Í prósentum talið er þetta önnur mesta aukning sem nokkur vefur hér á landi fékk í vikunni. Einungis vefur hhi.is hafði meiri aukningu hlutfallslega. Vefurinn hefur um nokkurt skeið verið þriðji mest lesni vefur sveitarfélaga hér á landi, en með hástökki síðustu viku skaust hann upp fyrir vef Akureyrarbæjar. Alls sóttu vefinn 1759 aðilar í vikunni, en flettingar þeirra voru 12.535 talsins í 3.988 innlitum.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00