Fara í efni  

Akranesvefurinn vinnur til verðlauna

Síðdegis í dag var vefur Akraneskaupstaðar, www.akranes.is, valinn ?besti vefur í almannaþjónustu? á Íslandi af Samtökum vefiðnaðarins við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík. 

 

Auk Akranesvefsins voru vefir Fasteignaskrár Íslands, fasteignaskra.is, island.is, postur.is og vefur Veðurstofunnar, vedur.is í úrslitum í þessum flokki.

 

Á undanförnum misserum hefur staðið yfir umfangsmikil endurskoðun og ?hönnun á öllum vefjum Akraneskaupstaðar, en þessi vinna hófst með endurskoðun á Akranesvefnum sem opnaður var á síðasta ári. Þessi verðlaun endurspegla því ekki síst þá áherslu sem bæjaryfirvöld leggja á vefinn sem upplýsingaveitu og kynningartæki.  Hönnuður að vef Akraneskaupstaðar er fyrirtækið Gagarín en Akraneskaupstaður hefur átt frábært samstarf með þeim aðilum.

 

Samtök vefiðnaðarins ásamt ÍMARK standa árlega fyrir Íslensku vefverðlaununum. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins þar sem þeir vefir sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði eru verðlaunaðir sérstaklega. Íslensku vefverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000 og í upphafi voru þau í umsjón Vefsýnar og ÍMARK. Samtök vefiðnaðarins tóku við keflinu af Vefsýn árið 2006 og hafa haldið utan um afhöfnina síðan.

 

Framkvæmd Íslensku vefverðlaunanna hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2000 og tekið mið af því sem hæst ber í vefiðnaðinum hverju sinni. Ár hvert hefur fagleg dómnefnd skipuð þaulreyndum einstaklingum úr vefgeiranum tekið að sér það erfiða verk að dæma bestu vefina.

 

Vefir Akraneskaupstaðar eru í stöðugri þróun og að því verki koma fjölmargir starfsmenn deilda og stofnana bæjarins. Verðlaun sem þessi eru því mikil hvatning til þeirra sem standa að vefjum bæjarins, ekki síst Akranesvefnum, um að verkefnið sé á réttri leið og þær áherslur sem lagðar hafa verið til grundvallar séu spor í rétta átt.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00