Fara í efni  

Akraneskaupstaður útboð - götur og stígar vetrarþjónusta 2020-2025

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í vetrarþjónustu á götum og stígum á Akranesi yfir 5 vetur, árin 2020 - 2025.

Útboðið er í tveimur hlutum. Hluti 1: Vetrarþjónusta gatna og bílastæði stofnana, sem felst í snjóhreinsun gatna og bílastæða skóla. Hluti 2: Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða, sem felst í snjóhreinsun og saltdreifingu á göngu- og hjólaleiðum utan einkalóða. Heimilt er að bjóða í annan hlutann eða báða, og verður gerður samningur um hvorn verkhluta fyrir sig.

Árleg þjónusta er áætluð:

 • Götur 580 klst
 • Stígar 400 klst

Útboðsgögn eru einungis afhent á stafrænu formi, með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmeri tengiliðs.

Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 11:00.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00