Fara í efni  

Akraneskaupstaður tekur þátt í könnun um kynbundinn launamun

 Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að taka þátt í könnun félagsmálaráðuneytisins um stöðu jafnréttismála, launamyndun og kynbundinn launamun. Í bréfi sem ráðuneytið sendi kemur fram að IMG Gallup hafi verið falin framkvæmd könnunarinnar. Hliðstæð könnun fór fram árið 1994 og er ætlunin nú að kanna hvort sömu þættir hafi enn áhrif á laun og starfsframa hjá konum og körlum. Gert er ráð fyrir að gagnaöflun hefjist um miðjan janúar. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00