Fara í efni  

Akraneskaupstaður styrkir rannsóknarverkefni stúdenta

Gísli Gíslason og Brynjólfur StefánssonAkraneskaupstaður og Stúdentaráð Háskóla Íslands ætla í sameiningu að gera átak til eflingar rannsókna stúdenta við Háskóla Íslands á Akranesi og var undirritaður samningur þess efnis í dag.  Akraneskaupstaður veitir allt að kr. 200.000 til styrkþega er vinna verkefni tengd Akranesi, en á móti kemur fé úr sjóðnum "Þekking stúdenta í þágu þjóðar" í hlutfallinu 1,5 að hámarki kr. 300.000.-  Markmið samningsins er að auka samstarf stofnana, rannsóknarsetra, sveitarfélaga og stúdenta til að auðvelda háskólastúdentum að stunda rannsóknir. 


Akraneskaupstaður mun í samvinnu við stofnanir í sveitarfélaginu leitast við að tryggja þeim stúdentum, sem hljóta styrki úr styrktarsjóðnum, húsnæði, vinnuaðstöðu og aðgang að mötuneyti í rannsóknarvinnu sinni á Akranesi og verður Helga Gunnarsdóttir, menningar- og skólafulltrúi Akraness, sérstakur tengiliður þeirra.  Rannsóknarþjónusta Háskóla Íslands aðstoðar stúdenta við undirbúning umsókna og er ráðgefandi við val á styrkþegum.


Á myndinni eru Gísli Gíslason bæjarstjóri og Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, við undirritun samningsins.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00