Fara í efni  

Akraneskaupstaður semur um innheimtuþjónustu


 Bjarni Þór Óskarsson og Jón Pálmi Pálsson
Akraneskaupstaður hefur samið við Lögheimtuna um innheimtu vanskilakrafna fyrir kaupstaðinn og fór undirritun samnings þar um í dag.  Með þessum samningi mun Lögheimtan annast frekari innheimtu krafna sem nauðsynlegt er að setja í frekari innheimtu hjá Akraneskaupstað.   


 Það er mat bæjaryfirvalda að það sé mikill kostur að hægt sé að hafa þjónustuna sem næst greiðendum og lágmarka þar með innheimtukostnað sem kostur er.  Lögheimtan í samstarfi við Intrum hefur opnað myndarlega starfsstöð á Akranesi og starfa þar nú sex manns á vegum fyrirtækjanna.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00