Fara í efni  

Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit færa slökkviliðinu afmælisgjöf

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar opnuðu formlega sýningu Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 15. október sl. í Safnaskálanum í Görðum en slökkviliðið fagnar 80 ára starfsafmæli um þessar mundir. Við opnun sýningarinnar færðu Regína og Skúli slökkviliðinu peningagjöf að upphæð kr. 160.000, þúsund krónur fyrir hvert ár frá hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Upphæðin er ætluð í söfnun Slökkviliðisins fyrir nýjum rafmagnsklippum. 

Sýningin mun standa til 26. október og eru íbúar hvattir til að skoða sýninguna og kynna sér söguna og það merkilega starf sem slökkviliðið sinnir.

Hér að neðan eru nokkrar staðreyndir um slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar:
 • Slökkvilið Akraness var stofnað síðla árs árið 1934.
 • Fyrsta skipunarbréfið er frá 28. janúar 1935, þá voru 12-14 menn skipaðir í slökkviliðið.
 • Fyrsta véldælan kom árið 1934 og er hún til sýnis á Byggðasafninu.
 • Fyrsti slökkviliðsbílinn var af gerðinni Chevrolet og kom hann upp úr 1950 en fyrsti háþrýstibíllinn var af gerðinni Mack og kom hann árið 1953.
 • Stefán Teitsson fyrrum slökkvilisstjóri hefur enn sem komið er gengt því starfi lengst allra eða frá 1962-1982. Faðir hans Teitur Stefánsson var fyrsti slökkviliðsstjórinn á Akranesi á árunum 1935-1939
 • Elsti bílinn sem slökkviliðið er að notar í dag er af gerðinni Ford frá árinu 1981 og var tekinn í notkun árið 1982.
 • Slökkvilið Akraness og Slökkvilið Hvalfjarðarsveitar sameinuðust árið 2008.
 • Mest hafa verið 37 slökkviliðsmenn samtímis í slökkviliðinu frá stofnun.
 • Fyrsta konan í slökkvilið Akraness var ráðin árið 2002 – hún heitir Helga Jónsdóttir.
 • Mest hafa verið 52 útköll á einu ári frá stofnun slökkviliðsins. 

Myndir sem teknar voru við opnun sýningar má sjá hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00