Fara í efni  

Akraneskaupstaður í góðum málum.

Garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar hefur tekið saman vinnustundir og laungreiðslur sem unglingum í vinnuskólum hér á suðvesturhorninu stendur til boða í sumar og er óhætt að segja að Akraneskaupstaður komi vel út úr þeim samanburði.  Þó að Vinnuskóli Akraness hafi skorið niður vinnutíma hvers árgangs, 14 ára unglinga um helming og 15 og 16 ára um eina viku frá fyrri sumrum, þá kemur Vinnuskóli Akraness vel út. 

Jafnframt er ekki tekið tillit til að Vinnuskóli Akraness er með 17 ára unglinga í vinnu sem tíðkast ekki annars staðar og það er hluti þess að skorið var niður vinnutíma hjá 14 til 16 ára unglingum í sumar og má ætla að launakostnaður 17 ára unglinga verði um 40% af launkostnaði unglinga við Vinnuskólann.


 


Skoðum meðaltal vinnutíma og launagreiðslna hvers árgangs hjá eftirtöldum 7 sveitarfélögum þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ og berum saman við Akranes.


Launataxti er án orlofs.               


     Meðaltal sveitarfélaganna

 Akraneskaupstaður
14 ára, laun pr.klst.   kr. 269,76,-  kr. 278,66,-
15 ára, laun pr.klst.    kr. 307,12,-  kr. 317,69,-
16 ára, laun pr.klst. kr. 395,08,-  kr. 397,57,-
14 ára, heildarvinnutími   85,28 klst. 76,50 klst.
15 ára, heildarvinnutími  175,28 klst. 175,00 klst.
16 ára, heildarvinnutími 214,28 klst. 245,00 klst. 


Þannig að unglingar á Akranesi geta ekki kvartað, þegar þetta er borið saman. Það eru örfá minni sveitarfélög sem eru með lengri vinnutíma og hærri launagreiðslur heldur en Akraneskaupstaður, en þau eru ekki með 17 ára unglinga í vinnu við vinnuskólann.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00