Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir starf garðyrkjustjóra laust til umsóknar

Akraneskaupstaður auglýsir starf garðyrkjustjóra laust til umsóknar. Staðan heyrir undir framkvæmdastjóra framkvæmda-, skipulags- og umhverfisstofu sem hefur m.a. umsjón með öllum nýframkvæmdum og viðhaldi fasteigna, gatna, stíga og opinna svæða á vegum Akraneskaupstaðar.


Á starfssviði garðyrkjustjóra eru m.a. eftirtalin verkefni: Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi opinna svæða innan bæjarlandsins, gerð og uppfærsla umhirðuáætlana og eftirlit með umhirðuverkefnum, umsjón með hönnun og aðkeyptri ráðgjöf vegna stærri verkefna og umsjón með opnum leiksvæðum og leiktækjum á lóðum leik- og grunnskóla í samráði við forstöðumenn viðkomandi stofnana.


Auglýsing vegna starfsins birtist í fjölmiðlum á næstu dögum en skoða má auglýsinguna með því að smella hér. Capacent hefur umsjón með ráðningarferlinu fyrir hönd Akraneskaupstaðar og þar eru allar nánari upplýsingar veittar, eins og sjá má nánar í auglýsingunni.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00