Fara í efni  

Akraneskaupstaður auglýsir eftir umsjónaraðila viðburða ársins 2019

Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum umsjónaraðila eftirfarandi viðburða ársins 2019:

 • Írskir vetrardagar 14.-17. mars
 • Sjómannadagurinn 2. júní
 • Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
 • Írskir dagar 4.-7. júlí
 • Vökudagar lok október - byrjun nóvember

Viðkomandi yrði ábyrgur fyrir skipulagi, utanumhaldi og framkvæmd fyrrgreindra viðburða sem kaupstaðurinn stendur fyrir í samvinnu við menningar- og safnanefnd og forstöðumann menningar- og safnamála.

Verkefnið er verktakavinna og í umsókn skal greina frá reynslu umsækjanda af viðburðastjórnun og þeim áherslum og hugmyndum um viðburði ársins sem umsækjandi hefur. Þá skal jafnframt skila inn kostnaðaráætlun fyrir eigin vinnu við umsjón verkefnisins. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður menningar- og safnamála í síma 433-1000 eða með tölvupósti á netfangið ella.gunnarsdottir@akranessofn.is. Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 17. febrúar næstkomandi.

Hér geta áhugasamir sótt um í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30