Fara í efni  

Akraborgin í sína gömlu heimahöfn

Akurnesingar fá góðan gest þann 4. júní næstkomandi en þá mun okkar ástsæla Akraborg sigla frá Reykjavík og tilbaka í tilefni af Degi hafsins í Reykjavík og Sjávardeginum hér á Akranesi. Akraborgin - sem í dag heitir Sæbjörg - mun sigla í höfn á slaginu kl. 12 og tilbaka kl. 13:30. Gestum hennar verður boðið að taka þátt í Sjávardeginum á Safnasvæðinu með okkur bæjarbúum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að taka vel á móti þessari gömlu vinkonu og mæta á bryggjuna á hádegi laugardagsins 4. júní.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00