Fara í efni  

Áhrif stóriðju á Akranes.

"Óhætt er að fullyrða að stóriðja hefur tæplega haft meiri áhrif á nokkurt annað samfélag en Akranes.  Fyrsta stóriðjan á Akranesi var fiskvinnsla og útgerð og hefur síðustu 100 ár verið einn af hornsteinum atvinnulífs á staðnum.  Hefðbundin notkun orðsins ?stóriðja? hefur hins vegar ekki tekið til útgerðar og fiskvinnslu þrátt fyrir að margt í þeirri atvinnugrein eigi sér þar samjöfnuð, m.a. hvað varðar áhrif starfseminnar á íslenskt samfélag."  Þetta kom m.a. fram í erindi Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, á málþingi um stóriðju og samfélag á Vesturlandi.  Málþingið var haldið föstudaginn 19. mars s.l. og var á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.


Sækja erindi Gísla Gíslasonar í heild sinni.


 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00