Fara í efni  

Áhrif orkufreks iðnaðar á samfélagið Akranes kynnt


Iðnaðarsvæðið á GrundartangaSíðastliðinn laugardag tók bæjarstjóri á móti 30 manna hópi íbúa í Gnúpverjahreppi og Skeiðahreppi og var m.a. farið í skoðunarferð um Akranes.  Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna íbúunum áhrif orkufreks iðnaðar á samfélag eins og Akranes, en í þessum hreppum er mikil vatnsorka sem m.a. fer til stóriðju.  Fyrr um daginn hafði hópurinn farið í skoðunarferð í Norðurál á Grundartanga.  Hópurinn snæddi síðan málsverð í boði Norðuráls í Safnaskálanum að Görðum, en að því búnu fór hópurinn í skoðunarferð til Nesjavalla í boði Orkuveitu Reykjavíkur.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00