Fara í efni  

Áfram Skagamenn!

Í dag er allt gult á Akranesi enda mikil spenna og stemning í gangi fyrir leik ÍA og KR sem fram fer á Akranesvelli kl. 20:00 í kvöld. Börnin í leik- og grunnskólum bæjarins mættu í skólann í morgun klædd gulum flíkum af ýmsum toga og vitað er af gulum dögum á vinnustöðum í bænum. Raunar nær stemningin langt út fyrir bæinn og landsteinana því tvær litlar hnátur ættaðar frá Akranesi og búsettar í Hollandi halda upp á gulan dag og senda ÍA- strákunum baráttukveðjur um leið. Meðfylgjandi mynd er einmitt af systrunum Krissý og Demí, eldheitum stuðningsmönnum ÍA í Hollandi.


Það er því ekki ofsögum sagt að Akranes er sannkallaður fótboltabær. Búast má við miklum fjölda fólks á leikinn í kvöld og er ástæða til að hvetja þá sem ætla á leikinn að mæta snemma og taka virkan þátt í stemningunni á vellinum á þessum fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni þar sem mótherjarnir eru Íslandsmeistarar KR.


Áfram ÍA!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00