Fara í efni  

Afhending námsstyrks í Fjölbrautaskóla Vesturlands


Frá afhendingu námsstyrks  21. maí 2004
Frá árinu 1991 hefur Akraneskaupstaður veitt veglegan námsstyrk við brautskráningu úr Fjölbrautaskóla Vesturlands að vori. Á hverju vori hafa allir nemendur, sem útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum á skólaárinu og hugðu á áframhaldandi nám, getað sótt um þennan styrk.  Nú á vorönn 2004 varð sú breyting að Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit gengu til samstarfs við Akraneskaupstað og heitir námsstyrkurinn héðan í frá Námsstyrkur Akranesskaupstaðar, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.

 


Það voru bæjarstjóri Borgarbyggðar, Páll Brynjarsson og sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar, Linda Björk Pálsdóttir, sem afhentu námsstyrkinn að viðstöddu skólaráði. Styrkupphæðin hefur verið hækkuð og er nú 600.000 krónur og nú er styrkurinn ekki veittur einum nemanda heldur tveim og er heimilt að skipta honum í hvaða hlutföllum sem er. 


 


Sjá skipulagsskrá námsstyrksinsMánudaginn 17. maí s.l. komu Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri í Borgarbyggð, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit og skólaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands saman til fundar og fóru yfir umsóknir sem borist höfðu um námsstyrk. Ákveðið var að skipta styrknum að þessu sinni milli Birnu Björnsdóttur og Eyjólfs Ingva Bjarnasonar þannig að Birna hlyti 2/3 og Eyjólfur 1/3 af styrkupphæðinni. Eyjólfur og Birna luku bæði stúdentsprófi af náttúrufræðibraut á vorönn 2004. 


 


Heimild:  www.fva.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00