Fara í efni  

Áfengis- og vímuefnaforvarnir sveitarfélaga


Á fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir í gær var gerð grein fyrir samningi um samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnarráðs til að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga. Aðdragandi þess var að á fulltrúaráðsfundi SIS var samþykkt tillaga Gunnars Sigurðssonar bæjarfulltrúa á Akranesi þess efnis að stjórn sambandsins yrði falið að leita eftir samkomulagi við dóms- og menntamálaráðuneyti um sameiginlegt átak sveitarfélaga og ráðuneyta gegn dreifingu og sölu fíkniefna, t.d. með stórauknum áróðri í grunn- og framhaldsskólum. 


Samkvæmt megininntaki samningsins, sem nær til áranna 2003 til 2005, verður sveitarfélögunum veittur stuðningur við skipulag og framkvæmd forvarnarstarfs gagnvart ungu fólki m.a. á grundvelli þeirrar reynslu sem fengist hefur á framkvæmd verkefnisins Ísland án eiturlyfja og af grasrótarstarfi í sveitarfélögunum. Einnig felur samningurinn í sér að sveitarfélögunum verður veitt ráðgjöf og miðlað verður til þeirra upplýsingum um forvarnarmál.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00