Fara í efni  

Aðalskipulag Akraness 2005 - 2017

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi Akraness 2005 ? 2017. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofum Akraneskaupstaðar að Stillholti 16 ? 18, skrifstofu tækni- og umhverfissviðs kaupstaðarins að Dalbraut 8 og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá 25. nóv. 2005 t.o.m. 23. des. 2005.  Athugasemdafrestur rann út þ. 6. jan. 2006 og barst ein athugasemd í nokkrum liðum. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og  þeim aðila er athugasemdirnar gerði hefur verið gerð grein fyrir afgreiðslu málsins.

 


Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á skipulagsuppdráttum en minniháttar lagfæringar voru gerðar á greinargerð tillögunnar. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar.


 


Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00