Fara í efni  

70 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar Akraness

Um sl. áramót voru 70 ár frá því að Akranes hlaut kaupstaðarréttindi og kom bæjarstjórn kaupstaðarins saman til síns fyrsta fundar þann 26. janúar það ár. Þeirra tímamóta verður minnst með sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar Akraness á morgun, fimmtudag. Þangað er boðið öllum þeim sem setið hafa í bæjarstjórn Akraness sem og þeim sem verið hafa þar bæjarstjórar. Hátíðarfundurinn verður haldinn í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar að Stillholti og hefst kl. 20:00 og er hann að sjálfsögðu öllum opinn eins og venjulega og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Fundinum verður útvarpað beint á FM 95.0 og þá er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef Akraneskaupstaðar.


Raunar var áformað að efna til svolítillar veislu í tilefni dagsins og bjóða öllum bæjarbúum til veislunnar en þeim áformum hefur verið frestað vegna þess að þennan sama dag verður Sigursteinn Gíslason, knattspyrnumaðurinn sigursæli og vinamargi, borinn  til grafar. Margir Akurnesingar syrgja þann góða dreng og því var ákveðið að hafa þennan fyrsta viðburð afmælisársins öllu lágstemmdari en til stóð. Akraneskaupstaður sendir fjölskyldu Sigursteins, aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00