Fara í efni  

61 einbýlishúsalóð úthlutað í Skógahverfi á Akranesi

Bæjarráð Akraness úthlutaði á fundi sínum í dag 61 einbýlishúsalóð í Skógahverfi á Akranesi.  Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum á Akranesi og bárust alls 198 umsóknir um lóðirnar.  Lóðirnar voru auglýstar með fyrirvara um endanlega staðfestingu deiliskipulags Skógahverfis, um hvenær unnt væri að hefja framkvæmdir á lóðunum og voru auglýstar lausar til umsóknar með umsóknarfresti t.o.m. 15. mars s.l.   Að viðstöddum fulltrúa Sýslumannsins á Akranesi, var við úthlutun lóðanna dregið úr hópi umsækjenda og verður þeim í útdráttarröð heimilað að velja þá lóð sem laus er en lóðarhafar verða  boðaðir sérstaklega til þess.  Niðurstöður útdráttar má sjá í fundargerð bæjarráðs - smellið hér

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00