Fara í efni  

353 börn dvelja í leikskólum Akraneskaupstaðar

Nú er aðlögun nýrra barna í leikskóla að ljúka og hefur hún gengið vel í öllum leikskólum.  Skátasel, nýr leikskóli sem starfar við Háholt, hefur innritað 26 börn og von er á að fleiri börn innritist þar í haust.  Leikskólarnir Garðasel, Teigasel og Vallarsel hafa fyllt öll sín leikskólapláss og staðan hjá þeim er sú að Garðasel hefur innritað 105 börn, Teigasel  75 börn og Vallarsel 148 börn. Alls eru því 353 börn í leikskólum Akraneskaupstaðar 30. ágúst 2007.  Flest börn eru í 8 dvalarstundir á dag í leikskóla eða 98 börn og næst flest eða 88 börn eru 8,5 dvalartíma á dag. 
 


 

Enginn virkur biðlisti er eftir leikskóladvöl í dag og laus leikskólapláss eru í leikskólanum Skátasel sem getur innrita börn sem eru fædd 2005 og fyrr.
Vel hefur gengið að manna allar stöður í leikskólum og erum við með hátt hlutfall leikskólakennara og starfsfólks sem hefur mikla reynslu að baki. 


 


Könnun meðal foreldra leikskólabarna
Í byrjun sumars var lögð könnun fyrir foreldra barna á yngstu (2004) og elstu (2001) deildum leikskóla Akraneskaupstaðar.  Samskonar könnun hefur verið lögð fyrir annað hvert ár síðastliðin ár.  Markmiðið með því að leggja slíkar kannanir fyrir er að afla upplýsinga um viðhorf foreldra til nokkurra þátta er snerta leikskólastarfið og er m.a. liður í að bæta starf innan leikskólanna ef þörf er á.
Alls voru 156 foreldrar sem svöruðu könnuninni eða tæp 94% foreldra barna í þessum tveim árgöngum í leikskólunum.  Meðfylgjandi eru niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00