Fara í efni  

17. júní hátíðarhöld 2004

Auglýst er eftir framkvæmdaraðila/aðilum (einstaklingi eða félagasamtökum) að 17. júní hátíðarhöldum á Akranesi í sumar.  Umsóknir skulu  berast til tómstunda- og forvarnarnefndar fyrir 20. apríl næstkomandi. 


Akraneskaupstaður leggur 1.400.000 kr. í verkið á þessu ári og skiptist upphæðin  í dagskrárliði annars vegar og hins vegar í laun framkvæmdaraðila.

 


Í umsókninni skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:


  • almennar upplýsingar um framkvæmd

 • helstu dagskrárliðir

 • staðsetning hátíðarhaldanna

 • kostnaðaráætlun verksins

 • skipting fjárhæðar sem ætlað er til verksins (hámark 1.400.000 kr.)

 • kostnaður við dagskrárliði

 • kostnaður við framkvæmd 

 


Tómstunda- og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar afgreiðir umsóknir á fundi sínum þann 22. apríl 2004.


Nánari upplýsingar er að finna í gögnum um 17. júní sem hægt er að nálgast í afgreiðslu Akraneskaupstaðar.


 


 Tómstunda- og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00