Fara í efni  

17. júní á Akranesi

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna 


Þjóðhátíðardagurinn verður viðburðaríkur á Akranesi í ár. Hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði en aðalhátíðin verður að þessu sinni haldin á Akratorgi. Kynntu þér dagskrána og taktu virkan þátt í  þessum skemmtilegasta degi ársins!


Dagskrá þjóðhátíðardagsins á Akranesi er sem hér segir: 


10:00 - 13:00 Þjóðlegur morgunn á Safnasvæðinu • Byrjaðu þjóðhátíðardaginn með fjölskyldunni á Safnasvæðinu í léttri og þjóðlegri stemningu. Stundum er erfitt að bíða eftir því að allt fjörið hefjist á   17. júní og því tilvalið að taka forskot á skemmtilegan dag og mæta á Safnasvæðið!

 • Andlitsmálun, blöðrur og þjóðhátíðarnammi

 • ?Dreyraskvísur? teyma hesta undir börnum

 • Lifandi harmónikutónlist við Safnaskálann frá kl. 11:00

 • Þjóðlegt morgunkaffi - sannkallaður "Þjóðhátíðarbröns" í Garðakaffi

 • Opið og ókeypis á öll söfnin - Allir hvattir til að mæta í þjóðbúningum - þeir sem mæta í þjóðbúningi fá sérstakan glaðning!

 • Kl. 12:00 Leiðsögn um Safnasvæðið undir stjórn Björns Inga Finsen. Lagt verður af stað frá ?Írska steininum?. 

13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju


Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar


Ræða nýstúdents - Sigurmon Hartmann Sigurðsson


Kammerkór Akraness syngur


Minnt er á kaffisölu Kirkjunefndar í safnaðarheimilinu Vinaminni frá kl. 14:30 til 17:00. 


13:30 Skrúðganga á Akratorg


Gangan fer frá Tónlistarskólanum við Dalbraut 1 kl. 13:30 en gengið verður niður Kirkjubraut og á Akratorg, þar sem dagskrá þjóðhátíðardagsins fer fram að þessu sinni. Skólahljómsveit Akraness fer fyrir göngunni og leikur nokkur lög þegar komið er á Akratorg. 


14:00 Hátíðardagskrá á Akratorgi


Fánahylling


Ávarp bæjarstjóra - Gísli S. Einarsson


Ávarp fjallkonu - Guðrún Dögg Rúnarsdóttir


Hátíðarræða dagsins - Guðfinna Rúnarsdóttir


Hanna Þóra Guðbrandsdóttir syngur við athöfnina 


Fjölbreytt fjölskylduskemmtun á Akratorgi


Að lokinni hátíðardagskrá verður boðið upp á fjölbreytta fjölskylduskemmtun á torginu þar sem fram koma m.a.:  • Kristín Þóra Jóhannsdóttir, sigurvegari í Söngvakeppni framhaldsskólanna syngur

 • Ingveldur María Hjartardóttir og Margrét Saga Gunnarsdóttir úr Grundaskóla og Hjördís Tinna Pálmadóttir úr Brekkubæjarskóla syngja nokkur lög

 • Blúshljómsveitin Ferlegheit

 • Dansarar frá Mangó Stúdíó

 • Frábær fimleikasýning frá Fimleikafélagi Akraness ? FIMA

 • Maren Jónasardóttir og Sigmar Aron Ómarsson sýna glæsilega samkvæmisdansa

 • Krakkar frá Söngskóla Huldu Gests syngja nokkur lög

 • Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu.

Hoppkastalar,  andlitsmálun, leikir og skemmtun! 


14:30 - 17:00 Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni


Kaffisala í safnaðarheimilinu Vinaminni á vegum Kirkjunefndar Akraneskirkju. Glæsilegt kökuhlaðborð! 


Listasetrið Kirkjuhvoll - ?Milli himins og jarðar - Ljósmyndir?


Samsýning Þórdísar Björnsdóttur og Stefáns Þorvaldssonar. Sýningin stendur til 5. júlí.


Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15:00 ? 18:00.


 


Dagskrá 17. júní á Akranesi má einnig skoða hér (pdf).


 


Gleðilega Þjóðhátíð!


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00