Fara í efni  

150 ára verslunarafmæli Akraneskaupstaðar

Akraneskaupstaður á 150 ára verslunarafmæli í dag en þann 16. júní árið 1864 hlaut Akranes lögskipuð verslunarréttindi. Það var þó ekki verið fyrr en árið 1872 sem fastakaupmaður, Þorsteinn Guðmundsson, tók sér eiginlega bólfestu á Akranesi. Aðrir kaupmenn voru Snæbjörn Þorvaldsson sem opnaði verslun  árið 1875, Böðvar Þorvaldsson sem opnaði verslun  1881, Pétur Hoffmann sem opnaði verslun 1883 og Þórður Guðmundsson sem hóf verslun nokkru síðar í húsi  sem reis 1881. Haraldur Sturlaugsson sendi Akraneskaupstað þessa skemmtilegu mynd af Lambhúsasundinu en á þessum tíma bjuggu um 300 manns á  Skaganum sjálfum.

Akraneskaupstaður heldur upp á verslunarafmælið með útgáfu verslunarkorts með yfirliti yfir allar þær verslanir sem eru í bænum og verður kortinu dreift víða. Kaupstaðurinn stendur einnig fyrir matar-og antikmarkaði í Landsbankahúsinu og verður fyrsti markaðsdagurinn á morgun, 17. júní.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00