Fara í efni  

15.000 myndir komnar á ljósmyndavefinn!

Ljósmyndasafn Akraness er tveggja ára í dag! Myndir á vef safnsins eru nú 15.000 talsins og bættust við 5000 myndir á öðru starfsári þess. Það segir þó ekki alla söguna því safnið varðveitir tugi þúsunda mynda á pappír og filmum sem bíða vinnslu og munu  vonandi  birtast á næstu árum. Auk þess berast safninu nýjar stafrænar myndir nánast í viku hverri sem gjarnan tengjast helstu viðburðum líðandi stundar.  Skagamenn um allar jarðir eru sem fyrr duglegir að senda inn upplýsingar sem er safninu ómetanlegt.  Starfsmenn Ljósmyndasafns Akraness færa velunnurum safnsins bestu þakkir fyrir samstarfið með ósk um gleðilegt nýtt ár!

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00