Fara í efni  

1. apríl aftur?

Aprílgabbið á Akranesvefnum hinn 1. apríl síðastliðinn fólst m.a. í því að búið væri að setja upp nýtt kynningarskilti fyrir Akranes úti við Hvalfjarðargöng. Flestir sáu í gegnum gabbið en nokkrir sáust skimandi við norðanverð göngin. Öllu gamni fylgir hins vegar nokkur alvara því skiltið sem "sett var upp" með aðstoð myndvinnsluforritsins Photoshop í tilefni af 1. apríl var ein þeirra tillagna sem lagðar voru fram sem hugmynd að skilti við göngin. Nú í morgun var raunverulega skiltið sett upp og blasir nú við af þjóðveginum og hringtorginu við Hvalfjarðargöngin norðanverð. 


Skiltið dregur fram það skemmtilega við Akranes og það sem velflestir gestir sækjast eftir þegar þeir heimsækja bæinn; börn að leik á Langasandi, golfkúlu, fótbolta, skóflu og fötu með slagorðinu: "Akranes - góða skemmtun!"


Þeir sem leið eiga um þjóðveg eitt við Hvalfjarðargöng ættu því að eiga auðvelt með að rata á Skagann hér eftir.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00