Fara í efni  

1. apríl!

Í gær birtum við frétt hér á Akranesvefnum þar sem greint var frá því að nýtt upplýsingaskilti hefði verið afhjúpað með viðhöfn við Hvalfjarðargöngin norðanverð, sem liður í sérstöku átaki í ferðamálum á Akranesi. Jafnframt var greint frá því að fyrirhugað væri að koma upp tómstundagarði á Jaðarsbökkum.


Nokkuð var um símtöl frá fólki sem fyrst og fremst furðaði sig á hinum fyrirhugaða tómstundagarði og staðsetningu hans, enda Jaðarsbakkar nánast heilagur reitur í hugum margra.


Það upplýsist hér með að það stendur ekki til að reisa tómstundagarð á Jaðarsbökkum og fyrirtækið danska, Orion Tourism Marketing AS er ekki til, að því að best er vitað. Hins vegar stendur til að koma upp skilti við Hvalfjarðargöng og raunar er skiltið sem sýnt var með fréttinni í gær meðal þeirra tillagna sem lagðar voru fram til skoðunar. Það á hins vegar eftir að taka ákvörðun um útlit skiltisins en að því loknu verður það sett upp á þessum stað. Skiltið með fréttinni var því "sett upp" með aðstoð forritsins góða, Photoshop. Það má því segja að þetta með skiltið hafi verið hálfur sannleikur - hitt var tómur uppspuni í tilefni dagsins og er fólk beðið velvirðingar á því. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00