Fara í efni  

1-1-2 dagurinn er 11. febrúar ár hvert

Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar vekur athygli á því að eitt af þjónustuverkefnum Neyðarlínunnar 1-1-2 er móttaka tilkynninga til barnaverndarnefnda. Samkvæmt barnaverndarlögum segir svo í 16. gr.:  ?Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.?


Tilkynningaskyldan gildir einnig um ófrískar þungaðar konur sem stofna heilsu eða lífi ófædds barns síns í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni, t.d. með ofneysu áfengis eða fíkniefnaneyslu. Tilkynningar sem berast eiga til barnaverndarnefnda utan hefðbundins vinnutíma skal tilkynna til Neyðarlínunnar 1-1-2.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00