Fara í efni  

?Skaginn skorar? kemur út 5. maí!

Kynningarblaðinu ?Skaginn skorar?  sem Atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar gefur út til kynningar á mannlífi, atvinnu og þjónustu á Akranesi, verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins og víðar í um 65.000 eintökum á Uppstigningardag, þann 5. maí n.k. Blaðið er að þessu sinni í sama broti og tímarit Morgunblaðsins. Því verður dreift með Morgunblaðinu og auk þess í öll hús á Akranesi. Til umfjöllunar verður flest það sem til framfara telst á Akranesi, en sveitarfélagið er í mikilli sókn um þessar mundir. Verður fjallað um mannlíf, atvinnugreinar, þjónustu og verslun á markvissan og skemmtilegan hátt.

Útgáfufyrirtækið Uppheimar ehf. hefur umsjón með útgáfu blaðsins fyrir hönd Atvinnumálanefndar og annast efnis- og auglýsingaöflun í samvinnu við skrifstofu markaðs- og atvinnumála Akraneskaupstaðar. Þeir sem áhuga hafa á því að auglýsa í blaðinu eða koma á framfæri áhugaverðu efni í blaðið er bent á að snúa sér til Uppheima, uppheimar@uppheimar.is. Ástæða er til að hvetja fyrirtæki og stofnanir á Akranesi og víðar að hafa samband og nýta sér þetta góða tækifæri til auglýsinga og kynningar. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00