Fara í efni  

"Hátíð hafsins" á Akranesi er á laugardaginn

Hin árlega ,,Hátíð hafsins" verður haldin á Akranesi laugardaginn 6. júní n.k. og er dagskráin afar viðburðarík - þarna ættu því allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Undirbúningur og framkvæmd hátíðarinnar er að mestu í höndum Björgunarfélags Akraness í samstarfi við Akranesstofu. Hátíðin fer að venju fram við Akraneshöfn og er dagskráin sem hér segir: 

 

 

 

10:00     Dorgveiði á Sementsbryggju.

 

11:30     Hópsigling á fiskibátum og skemmtibátum.

 

              Tekið á móti farþegum eins og pláss leyfir.

 

12:00     Grill við höfnina.

 

12:00     Kassaklifur á hafnarsvæðinu.

 

13:00     Fjölbreytt skemmtidagskrá við höfnina.

 

              Hver á lengsta stökkið út af Akraborgar-rampinum á reiðhjóli?

 

              Yngri en 18 ára (taka með skilríki) þurfa að vera í fylgd með 

 

              foreldrum eða forráðamönnum

 

              Koníaksklifur (fyrir fullorðna!)

 

              Draugahús (12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum)

 

              Aparóla

 

              Hoppukastalar

 

              Reiptog

 

              Ísjakahlaup

 

              Róðrarkeppni

 

              Koddaslagur

 

14:00     Kaffisala slysavarnakvenna

 

              Þyrla Landhelgisgæslunnar  mætir á svæðið

 

              Dagskrá lýkur um 16:00.

 

 

 

Skagamenn og aðrir gestir eru hvattir til að fjölmenna á hátíðina og taka virkan þátt í þeirri dagskrá sem félagar í Björgunarfélaginu bjóða upp á. Þá er rétt að nefna að veðurspár gera ráð fyrir einmuna veðurblíðu á laugardaginn.

 

 

 

 

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að hátíðahöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní verða með hefðbundnu sniði og verður dagskrá hátíðarhaldanna kynnt á allra næstu dögum. Einnig er rétt að ítreka að Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir dagana 3. til 5. júlí næstkomandi og er hægt að fylgjast með framvindu undirbúnings á vef hátíðarinnar, www.irskirdagar.is.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00