Fara í efni  

Viðvera atvinnuráðgjafa á Akranesi

Atvinnuráðgjafi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi er með viðveru á Akranesi þriðja þriðjudag hvers mánaðar fram að vori. Viðveran er milli kl. 10-12 á 2. hæð í Landsbankahúsinu svokallaða við Akratorg. 

Hlutverk atvinnuráðgjafa er að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Atvinnuráðgjafi starfar á ráðgjafar- og þróunarsviði SSV og er verkefni þeirra að aðstoða ofangreinda aðila með eftirfarandi hætti:

 • Aðstoð við að greina vandamál
 • Leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins.
 • Aðstoð við gerð umsókna til sjóða.
 • Aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
 • Aðstoð við markaðsmál
 • Upplýsingagjöf, fundir o.fl.

Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu SSV

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30