Fara í efni  

Við tónanna klið

„Við tónanna klið,“ tónleikar til heiðurs Óðni G. Þórarinssyni, tónskáldi og harmonikkuleikara, í Tónbergi á Akranesi föstudaginn 23. mars. Óðinn á að baki langan og farsælan feril sem tónlistarmaður og tónlistarkennari. Eru nokkur laga hans löngu orðin landsþekkt. Má þar nefna lög eins og Nú liggur vel á mér, Heillandi vor og Blíðasti blær og verða þau flutt á tónleikunum, í bland við minna þekkt lög Óðins og enn önnur sem aldrei hafa heyrst áður, nema ef til vill við píanóið á heimili hans.

Á tónleikunum koma fram:

 • Hljómur, kór FEBAN, undir stjórn Lárusar Sighvatssonar. Sveinn Arnar Sæmundsson annast undirleik.
 • Tríó Rutar Guðmundsdóttur harmonikkuleikara, en auk hennar skipa tríóið þeir Friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari og Daníel Friðjónsson trymbill.
 • Hljómsveitin Tamango. Hana skipa Jón Trausti Hervarsson, Ketill Bjarnason og Reynir Gunnarsson sem allir syngja og leika á saxófón, auk Lárusar Sighvatssonar sem syngur og leikur á hljómborð. 

Miðasala verður við innganginn og er miðaverð kr. 2.000.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin alla virka daga
  kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30