Fara í efni  

Útisýningin Maður og náttúra á Breið

Útilistasýningin Maður og náttúra á Breið sem hjónin Borghildur Jósúadóttir og Sveinn Kristinsson standa fyrir. Formleg opnun sýningarinnar verður laugardaginn 27. október kl. 14:00 og stendur sýningin til kl. 18:00 þann 29. október. Verkið er hægt að skoða allan sólarhringinn þar sem þetta er útilistaverk. 

Náttúran skapar sína fegurð sjálf en maðurinn getur bæði aukið hana og spillt henni. Verkið samanstendur af spíral úr fjörusteinum, ljósmyndum og texta Sveins Kristinssonar um samspil manns og náttúru. Spíralnum er raðað upp með steinum úr fjörunni á Seljanesi í Árneshreppi sem Borghildur Jósúadóttir safnaði í daglegum gönguferðum sínum í sumar. Ljósmyndirnar eru annars vegar af tilraunum með röðun fjörusteinanna og hins vegar af aðskotahlutum í fjörunni á Seljanesi.

Allir velkomnir.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00