Fara í efni  

Tónleikar Landsmóts barna- og unglingakóra

Landsmót barna- og unglingakóra TKÍ og KórÍs verður haldið í Grundaskóla helgina 15. - 17. mars. Eldri hópur Skólakórs Grundaskóla er gestgjafakór í þetta sinn og er von á um 250 þátttakendum á mótið. Krakkarnir æfa saman í söngsmiðjum og á sunnudeginum verða opnir tónleikar í sal Grundaskóla þar sem afrakstur vinnunnar verður fluttur. Á efnisskránni eru m.a. annars lög og textar eftir Svein Arnar Sæmundsson, organista í Akraneskirkju og  Valgerði Jónsdóttur, stjórnanda Skólakórs Grundaskóla. Þá verður frumflutt tónverkið Fögnuður eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, en það var samið sérstaklega fyrir mótið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00