Fara í efni  

Tölvu- og skjánotkun ungmenna: Taktu stjórnina!

Námskeið fellur niður að þessu sinni. Nánar auglýst síðar.

Ert þú við stjórn á þínu heimili, eða vilt þú fá betri yfirsýn þegar kemur að skjá- eða tölvunotkun barnsins þíns?

Vilt þú vita hvað eru heilbrigð viðmið og fá verkfæri til að stuðla að hóflegri skjá- og tölvunotkun barnsins þíns?

Vilt þú læra leiðir til að takast á við vanda tengdan skjá- og tölvunotkun barnsins þíns?

Ef þessar spurningar vekja athygli þína þá er þetta námskeið, sem Mikils virði stendur fyrir, mjög líklega eitthvað fyrir þig. Námskeiðið er sniðið að foreldrum og öðrum sem koma að málefnum ungmenna og vilja fræðast um einkenni óheilbrigðrar tölvu- og skjánotkunar þeirra og læra aðferðir til að sporna gegn henni.

Rannsóknir benda til þess að óhófleg skjánotkun barna og unglinga geti haft alvarlegar afleiðingar eins og þessar:

 • Barnið eyðir stórum hluta af frítíma sínum við skjá. 
 • Barnið kýs tölvuleiki fram yfir samverustundir með fjölskyldu og vinum.
 • Barnið segir ósatt um þann tíma sem það hefur verið í tölvunni og laumast til að fara í hana.
 • Minnkaður áhugi hjá barninu á öðrum tómstundum og íþróttum.
 • Barnið á erfitt með að fara eftir reglum heimilisins um tölvutíma.
 • Barnið getur orðið dapurt og pirrað þegar það er ekki í tölvunni.
 • Svefntruflanir.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 20. september frá kl. 18-20 í Tónlistarskólanum á Akranesi, Dalbraut 1. Skráning fer fram í síma: 8619996 og á netfanginu gudrunkatrin@mikilsvirdi.is og lovisamaria@mikilsvirdi.is.

Verð: 9.900 kr.

Kennarar námskeiðisins eru:

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir 
Félagsfræðingur og ráðgjafi hjá Mikils virði

Lovísa María Emilsdóttir
Félagsráðgjafi, MA og ráðgjafi hjá Mikils virði

www.mikilsvirdi.is

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00