Fara í efni  

Stafaþrykk - smiðja á Bókasafni Akraness

Bryndís Siemsen myndmenntakennari í Grundaskóla verður með smiðju í stafaþrykki fyrir börn frá 5 ára aldri þar sem áhugasamir geta þrykkt stafi að eigin vali á mismunandi pappír í svo kallaðri grafíkpressu. Stafina hafa nemendur í 6. bekk skorið í gólfdúkaefni (línóleum) með sérstökum dúkskurðarhnífum og búið þannig til stimpil og þar með möguleika á að þrykkja á pappír eins marga stafi og óskað er. Þrykk eða prenttæknin er upphaf prentlistar og bókagerðar.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00