Fara í efni  

Sólarhylling

Aðfaranótt 21. júní eru sumarsólstöður og að því tilefni ætla Helga jógakennari ásamt Heilsueflandi samfélagi á Akranesi að bjóða þér/ykkur að koma saman til að iðka sólarhyllingar og fagna sólstöðum að sumri, rækta líkama og sál, sunnudaginn 20. júní. Sólarhylling eða Surya namaskar A, samanstendur af 9 yogastöðum eða Asanas gerðar hver á eftir annarri í takt við andardráttinn. Hefð er fyrir því að iðka 108 sólarhyllingar við árstíðarbreytingar þ.e. við sumar- vetur-vor og haustjafndægur.

Ekki er þó ætlunin að gera 108 sinnum eins og venjan er en að sjálfsögðu er það leyfilegt. Ef þú hefur þekkingu á sólahyllinguna þá er þér velkomið að gera það á þínum forsendum og eigin hefð. Fyrir þá sem ekki þekkja mun Helga Guðný vera til staðar kl. 17:00 og leiðbeina og kynna sólarhyllinguna, stöðurnar. Sólarhylling hefst svo kl.18:00.

Ef veður leyfir munum við hittast í Garðalundi en annars færum við okkur inn í sal (staðsetning verður auglýst þá síðar). Gott er að taka með dýnu, teppi og kodda fyrir slökun í lokin.

Nánari upplýsingar verða á Facebook síðu, YogAndi með Helgu og á síðu Heilsueflandi samfélags á Akranesi.

Þessi viðburður er í boði YogAndi með Helgu og Heilsueflandi samfélags á Akranesi

Megi þín innri sól skína!

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00