Fara í efni  

Zentangle - teikniaðferð

Formleg opnun sýningar verður í tónlistarskólanum 29. október kl 16:00 

Opið verður laugardag 6. nóvember frá kl 14:00-16:00

Á sýningunni eru verk eftir okkur tvær - Borghildi Jósúadóttur og Steinunni Guðmundsdóttur - við erum báðar fyrrverandi kennarar við Grundaskóla. Myndin er frá sýningunni okkar síðan á Vökudögum í fyrra á Bókasafni Akraness.  Við náðum að opna sýninguna á föstudegi og síðan var lokað vegna Covid á laugardeginum.  Þessa vegna langaði okkur til að setja upp Zentangle sýningu aftur til að deila með þessari frábæru teikniaðferð.
Mynstur hafa alltaf heillað okkur og þau er hægt að finna alls staðar í umhverfinu.  Öll verkin okkar tengjast mynstrum á einn eða annan hátt og eru undir áhrifum teikniaðferðar sem kölluð er Zentangle.  Höfundar þessarar teikniaðferðar eru þau Maria Thomas og Rick Roberts. Við höfum farið á námskeið til Bretlands og Þýskalands og haldið námskeið hér á Akranesi.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00