Fara í efni  

Þjóðsögur og tónlist með Snorra Helgasyni í Akranesvita

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason kemur fram í Akranesvita fimmtudagskvöldið 3.nóvember. Snorri hefur verið virkur í íslensku tónlistarsenunni sl. 15 ár, fyrst með hljómsveitinni Sprengjuhöllin og svo sem sólótónlistarmaður. Hefur Snorri hlotið íslensku tónlistarverðlaunin alls 5 sinnum, m.a. fyrir lag ársins og plötu ársins í flokki þjóðlagatónlistar.

Snorri sendi frá sér plötuna Margt býr í þokunni árið 2018 sem byggð er á íslenska þjóðsagna arfinum og mun efnið á þeirri plötu vera uppistaðan á tónleikunum í Akranesvita. Snorri mun segja áhorfendum frá sögunum á bak við lögin og setja fólk inn í tíðarandann á þeim tíma sem sögurnar voru festar á blað. Við þessu mun Snorri blanda öðrum lögum frá ferli sínum og annari tónlist úr ýmsum áttum. 

Verð 2,900 kr.

Miðasala fer fram á TIX.IS

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00