Leikskólabörn, fædd 2015, frá Teigaseli verða með listaverkasýningu á sjúkrahúsinu. Sýningin heitir Sjómaðurinn á torginu en hugmyndin að verkefninu var að fá börnin til að teikna eitthvað sem er í nærumhverfi leikskólans og því var farið á með börnin á Akratorg í nokkur skipti og börnin fengu að fræðast um sjómanninn.