Öskudagur

Öskudagurinn er alltaf skemmtilegur á Akranesi. Börnin eru byrjuð að syngja fyrir sælgæti klukkan átta á morgnanna. Þá helst er eftirfarandi lag sungið hástöfum:

Öskudagslag

Akurnesingar erum við
og það er voða gaman.
Göngum inn í búðirnar
og syngjum allir saman.
Þeir sem horfa á okkur
þeir verða grænir í framan
því Akurnesingar erum við
og  það er voða gaman.

Fara efst
á síðu

Akraneskaupstaður

  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
  • Sími 433 1000
  • Fax 433 1090
  • Kt: 410169-4449

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30  |  Hafa samband