Fara í efni  

Opnunarhátíð á Byggðasafninu í Görðum

Gerð nýrrar grunnsýningar Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi hefur verið eitt helsta verkefni safnsins síðastliðin fögur ár. Sýningin er nú tilbúin og býður safnið gestum einstaka innsýn í liðna tíma en jafn heildstæð sýning er fágæt á landsvísu.
 
Af gefnu tilefni verður frítt á safnið á opnunarhelgi þess daganna 15.-16. maí 2021. Opið er frá kl. 10:00 til 17:00. Við bjóðum upp á hljóðleiðsögn um safnið bæði á íslensku og ensku. Einnig fá krakkar að reyna við skemmtilega krakkabingó safnsins og fá verðlaun eftir ferð um safnið.
 
Í sérsýningarrými safnsins er nýlega opnuð örsýning Kolbrúar S. Kjarval leirlistakonu sem ber heitið „Hvað ef“ og er vert að staldra þar við og skoða fallegu muni og listaverk þeirrar sýningar.
 
Á safninu er einnig hægt að skoða uppgerð íbúðarhús og koma við hjá eldsmiðum sem verða að störfum þessa helgi. Við minnum á grímuskyldu á svæðinu og að gestir gæti farlægðarmarka.
 
Vertu velkomin - við hlökkum til að sjá þig :)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00