Fara í efni  

Opinn kynningarfundur um tillögu að endurskoðun á aðalskipulagi Akraness

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar síðastliðinn að kynna vinnslutillögu að aðalskipulagi Akraness 2018-2030 fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum áður en gengið verður frá henni til formlegrar auglýsingar. Opinn kynningarfundur verður því haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, 3. hæð, fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi kl. 18:00.

Gerð verður grein fyrir tillögunni, stefnu bæjarstjórnar, helstu forsendum skipulagsins, breytingum frá gildandi aðalskipulagi og umhverfisskýrslu. Sú meginbreyting er gerð að felld eru út áform um svokallaða Skarfatangahöfn sunnan núverandi hafnarmannvirkja. Nokkrar aðrar breytingar eru gerðar en að mestu byggist endurskoðað skipulag á gildandi aðalskipulagi.

Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og kynna sér tillöguna.

Allir velkomnir - heitt á könnunni!

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00