Fara í efni  

Málverkarsýning Aldísar Petru í Akranesvita

Aldís Petra Sigurðardóttir er 27 ára og fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur alla tíð haft áhuga á myndlist og hönnun. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur haldið þrjár sýningar á Skaganum auk þess sem hún heldur úti Instagram síðu fyrir málverkin sín  "aldispetra". Aldísi langar að koma sér meira á framfæri og halda áfram að vinna að því sem hún elskar að gera. 

Sýningin er abraskt með blandaðri tækni og notast er við bæði akryl og olíumálingu. Aldís hóf undirbúning að sýningunni í mars og er í raun samansafn af sköpunargleði og tilfiningum hennar. Sýningin er sölusýning.

Verið velkomin.

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00