Fara í efni  

Línuklifurpartý Smiðjuloftsins

Á Smiðjuloftinu er flottasti og hæsti línuklifurveggur landsins og leiðir við allra hæfi. 

Þess vegna blásum við í LÍNUKLIFURPARTÝ í vetrarfríinu þar sem veggurinn verður opinn fyrir reynda sem óreynda, og vanir klifrarar verða til taks til að aðstoða þá sem vilja taka þátt í fjörinu. 

Á efri hæðinni verður lifandi tónlist í boði Valgerðar frá 20.00 og hægt að versla sér léttar veitingar. 

Aðgangseyrir er 1200kr (10 skipta og 6 mán kort gilda) og hægt að leigja klifurskó á staðnum. Annar búnaður verður á staðnum.

Dagskrá:
17.00-19.00: 17 ára og yngri, skulu undantekningarlaust vera í fylgd með fullorðnum.

19.00-?: 18 ára og eldri, fullorðinspartý fram á kvöld.

Athugið að það kostar ekkert inn á efri hæðina, jú nema veitingarnar.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00