Fara í efni  

Kvöldvaka með Jóni & Frikka

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór hafa þekkst allt frá því að sá síðarnefndi fæddist. Þeir eru einstaklega góðir vinir og eiga sömu mömmuna og sama pabbann.

Á kvöldvökunni í Gamla Kaupfélaginu munu þeir flytja öll sín vinsælustu lög í bland við önnur og því ekki ólíklegt að lög eins og Í síðasta skipti, Skál fyrir þér, Dönsum eins og hálfvitar, Ástin á sér stað, Gefðu allt sem þú átt, Your Day, Ljúft að vera til og All, You, I fái að hljóma í Kaupfélaginu.

Þá er léttleikinn í hávegum hafður og munu þeir bræður spjalla á milli laga og þó það verði að öllum líkindum ekki mjög viturlegt sem þeir munu segja þá má reikna með að það verði skemmtilegt.

Klassi, klassi, sjáumst föstudaginn 16.mars í Gamla Kaupfélaginu.

Miðasala á midi.is

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00