Fara í efni  

Kontrabassi og orgel

Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti flytja saman tónlist eftir J.S. Bach, G.F. Handel, Z. Kodály, Karólínu Eikríksdóttur og M. Bruch. Þarna gefur að heyra sérstaka samsetningu þar sem hljóðfærin njóta sín hvort í sínu lagi í einleiksverkum sem og í samspili. Þeir félagar hafa unnið náið saman allt frá árinu 2014 og hafa komið fram á Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju, Barokkhátíð að Hólum og Alþjóðlegu Orgelsumri í Hallgrímskirkju svo fátt eitt sé nefnt. Tónleikarnir eru liður í Kirkjuviku Akraneskirkju og eru haldnir í samstarfi við Landsbyggðatónleika FÍT.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00