Fara í efni  

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Það styttist í jólin og það þýðir að komið er að árlegum jólatónleikum Tónlistarskólans á Akranesi. Á tónleikunum verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega tónlistarblöndu, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Viljum við hvetja alla jóla- og tónþyrsta Skagamenn að kíkja á okkur og upplifa jólastemmninguna!

Allir tónleikarnir verða í Tónbergi, sal Tónlistarskólans og hefjast kl. 18:00.

Tónleikarnir verða dagana:

 • 4. des
 • 5. des
 • 6. des
 • 11. des
 • 12. des
 • 13. des

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00