Fara í efni  

Jólaævintýri í Garðalundi

Jólaævintýri í Garðalundi var haldið í fyrsta sinn í fyrra. Þá komu hátt í 2.000 gestir sem leituðu að jólasveininum og upplifðu töfra skógarins. Í ár verður aftur efnt til jólaævintýris. Farið verður út eftir kvöldmat með vasaljós og kyndla og tröll, álfar, skóarpúkar og fleiri verur munu taka á móti börnum bæjarins og fylgdarfólki þeirra. Ef til vill kemur jólasveinninn og ef einhverjir hafa verið óþekkir má búast við að jólakötturinn láti sjá sig. 

   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449