Fara í efni  

Jólaævintýri í Garðalundi

Sannkölluð jólagleði verður í Garðalundi föstudagskvöldið 15. desember þar sem ævintýraheimur jólanna mun ráða ríkjum. Dagskráin hefst klukkan 20:00 þegar kveikt verður á ljósunum hans Gutta en ljósin eru í eigu Hollvinasamtaka Grundaskóla og eru til minningar um Guðbjart Hannesson, fyrrverandi skólastjóra Grundaskóla. Elstu nemendur Grundaskóla taka jafnframt virkan þátt í jólaævintýrinu.

Jólagleði í Garðalundi var fyrst haldin fyrir síðustu jól og var þátttaka bæjarbúa framar björtustu vonum. Raunar var hún svo góð að í ár var ákveðið að breyta dagskránni aðeins til að auðveldara sé að taka á móti slíkum fjölda. Hugmyndin með Jólagleði í Garðalundi er að fara út eftir kvöldmat með vasaljós sem getur verið mjög spennandi í hugum litla fólksins. Margvíslegum ævintýraheimum verður komið fyrir um alla skógrækt þannig að fólk getur rölt um og séð fjöldann allan af jólafígúrum á sveimi. Það er aldrei að vita hvað gæti gerst. Foreldrar eru hvattir til að undirbúa börnin vel og kannski búa til smá spennu hjá þeim. Þessi allra minnstu gætu kannski lagt sig eftir leikskóla til að vera hress og kát um kvöldið en það má engin missa af þessu.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30