Fara í efni  

Jóla-fjölskyldutími á Smiðjuloftinu

Það verður heldur betur notaleg jólastemmning hjá okkur á Smiðjuloftinu 2. og 3. sunnudag í aðventu frá 11-14.
Þetta verða einu fjölskyldutímarnir í desember því 2. desember er lokað hjá okkur vegna Íslandsmeistaramóts. Fjölskyldutímarnir byrja svo aftur 13. janúar eftir jólafrí.

Hér er smá upptalning á því sem verður í boði:

Klifur, leiktæki, spil, púsl, leikföng (eins og vanalega)
Piparkökuskreytingar
Músastigagerð
Kaffi og kakó
Jólamyndir til að lita
Jólasöngstundir á hálfa tímanum
Opinn hljóðnemi fyrir þau sem vilja syngja jólalög.

Verð: 800 kr. Klifurskór: 200 kr. Kaffi/kakó: 200 kr Piparkökur 6 stk. á 200 kr. með glassúr til skreytinga. 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00