Fara í efni  

IceDocs - örnámskeið í heimildarmyndargerð fyrir börn á aldrinum 8 - 12 ára

IceDocs (Iceland Documentary Film Festival) býður upp á tveggja daga örnámskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. Námskeiðið mun fara fram dagana 22. og 23.júní, kl.9-12.

Á námskeiðinu fá börnin að spreyta sig á því að gera sínar eigin stuttu heimildamyndir sem að vera svo frumsýndar í Bíóhöllinni á IceDocs hátíðinni sjálfri, laugardaginn 26.júní, kl.13. Kennari er Hallur Örn Árnason sem vinnur sem kvikmyndagerðarmaður og kennari og er einn stofnenda IceDocs.

Fyrir skráningu og frekari upplýsingar skal senda póst á hallur@icedocs.is. Athugið takmarkað pláss er í boði, en boðið er upp á námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00